about us
UM Saelukot

Leikskólinn okkar hefur verið starfræktur frá árinu 1978 og dagskrá okkar byggir á nýhúmanískri hugmyndafræði. Leikskólinn Sælukot er fræðsluverkefni Ananda Marga samtakanna (WWD), sem voru stofnuð 1955 af PR Sarkar (1921-1990), þekktum heimspekingi og kennara. Þetta er margþætt alþjóðleg stofnun, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Umfangsmikið starf Ananda Marga endurspeglast í mörgum ólíkum greinum sem tileinkuð eru þróun mannkyns í gegnum menntun, hjálparstarf, velferð, listir, vistfræði, vitsmunalega endurreisn, frelsi kvenna og húmanískt hagkerfi.

Öll erum við staðráðin í að þjóna börnum og fjölskyldunum sem koma til okkar með því að veita hæstu gæði umönnunar. Á leikskólanum Sælukoti kennum við börnum á hraða hvers og eins þannig að þau geti tileinkað sér nýja færni á eigin forsendum, eflt með sér sjálfstraust og sjálfstæði í hlýju og ástríku andrúmslofti. Við deilum með börnunum virðingu okkar fyrir öllu lífi og náttúru sem umlykur okkur, hvetjum börn til að finna fyrir þessari meðfæddu tengingu með því að skapa þögn, (kyrrðarstund) með einfaldri hugleiðslu og einnig með því að eyða tíma úti í náttúrunni.

Við bjóðum upp á heilsdagsáætlun til náms og skemmtunar fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára aldurs, mánudaga til föstudaga frá 8:00-17:00. Við leggjum áherslu á að þroska barnið bæði líkamlega og andlega, efla félagslegan og tilfinningalegan þroska þess, sköpunargáfu, sköpunargáfuna, vitsmunþroska og innsæi. Við nýtum öll tækifæri til að gera hverju barni kleift að þroska hæfileika sína til fulls. Reynt verður á sanngjarnan hátt að koma til móts við börn með sérþarfir og aðlaga þau að hópnum.

ANANDA MARGA

Ananda Marga hefur þróað þétt net kröftugra sjálfboðaliða í 160 löndum um heim allan. amfélagsverkefnið nær til neyðaraðstoðar, skóla, barnaheimila, læknastofa, flóttamannaaðstoðar, sjálfbærra samfélagsþróunarverkefna og annarra skamm- eða langtímaverkefna sem hjálpar fólki að vera sjálfum sér nægt.

Ananda Marga, sem þýðir „Path of bliss“ (leið sælunnar) er einnig andleg hreyfing tileinkuð alls kyns framförum í lífi manneskjunnar, líkamlegu, hugrænu og andlegu. Trúboðsstarfsmenn þess veita félagsþjónustu og eru þjálfaðir í að kenna jóga og hugleiðslu.

Fulltrúi Ananda Marga WWD í Sælukoti er Acharya (Didi). Hlutverk fulltrúans er að innleiða/viðhalda nýhúmanískri starfsemi skólans og þeir koma einnig í kennslustofur og taka þátt í og innleiða kennslu í hugleiðslu, jóga og siðfræði. Skólastjóri leiðir starfsemi skólans og er jafnframt framkvæmdastjóri.

Sælutröðsnefnd er skipuð meðlimum samfélagsins þar á meðal einu foreldri, tveimur starfsmönnum og tveimur félögum Ananda Marga sem hafa þekkingu á lögum, fjármálum,menntun, stjórnun o.s.frv.