SÖNGVAR SÆLUKOTS


SÖNGUR SUNGINN TIL AÐ LJÚKA HUGLEIÐSLU

Nityam shuddham nirabhasam nirakaram nirainjanam / Nitya bodham cidanandam gururbrahma namamyaham


Allir eftirfarandi textar voru samdir af starfsfólki Sælukots, og sumir með hjálp barnanna líka:


   Namaskar

Ást er fyrir ofan mig,

Ást er fyrir neðan mig,

Ást er allt í kringum mig

Ást er inní mér.


   Namaskar, ég elska ást í þér. Namaskar, ég elska ást í mér

Góðan dag kæra jörð,

góðan dag kæra sól,

góðan dag kæru tré og blómin mín öll.

Góðan dag býflugur og fuglinn svo frjáls,

góðan dag fyrir þig, góðan dag fyrir mig.


   ELSKANDI SANNLEIKA

Við sköðum ekki á neinn veg

Tölum mál hins elskandi sannleika

Tökum ekki það sem ekki er okkar

Vitum að einfalt líf er gott.

Við skulum elska birtu Guðs í öllu

Öllu því sem andar vex og syngur

Nettu og hreinú, að innan sem utan

Vera sátt við allt sem við eigum.

Við þjónum öllum verum ef við megum

Lesum góðar bækur sérhvern dag

Innra með okkur skín skært ljós

Í hugleiðslu þekkjum við Guð


   SÖNGUR SUNGIN TIL AÐ LJÚKA MORGUNHRINGNUM

“ Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól.“ (x2)

KLAPPI, KLAPPI, KLAPP Engan má særa og engan má meiða fallegt hugsa, fallegt hugsa klappi klappi klapp.


Öllum að hjálpa og alltaf að brosa hjálpa mömmu, hjálpa pabba klappi klappi klapp.


Ekki má stela og ekki má taka aðrir eiga, aðrir eiga klappi klappi klapp.


Horfa í ljósið og sjá það í öllu ljós í hjarta, ljós í sinni klappi klappi klapp.


Nóg er af dóti og nóg er af öllu ekki meira, ekki meira klappi klappi klapp.


Þvoum nú hendur og þurrkum svo putta hrein við erum, hreint við hugsum klappi klappi klapp.


Við erum ánægð og alltaf svo glöð vera glaður, vera kátur klappi klappi klapp


Hjálpum hvert öðru og þá gengur vel allir hjálpa, allir hjálpa klappi klappi klapp


Skoða skal bækur og læra ný orð gaman skoða, gott að læra klappi klappi klapp.


Loka nú augunum og sitja svo kyrr hugsa Baba, hugsa Baba Baba nam kevalam.


UM SÆLUKOT


Leikskólinn okkar hefur verið starfræktur frá árinu 1978 og dagskrá okkar byggir á nýhúmanískri hugmyndafræði. Leikskólinn Sælukot er fræðsluverkefni Ananda Marga samtakanna (WWD), sem voru stofnuð 1955 af P.R.Sarkar (1921-1990), þekktum heimspekingi og kennara. Þetta er margþætt alþjóðleg stofnun, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Umfangsmikið starf Ananda Marga endurspeglast í mörgum ólíkum greinum sem tileinkuð eru þróun mannkyns í gegnum menntun, hjálparstarf, velferð, listir, vistfræði, vitsmunalega endurreisn, frelsi kvenna og húmanískt hagkerfi.

Öll erum við staðráðin í að þjóna börnum og fjölskyldunum sem koma til okkar með því að veita hæstu gæði umönnunar. Á leikskólanum Sælukoti kennum við börnum á hraða hvers og eins þannig að þau geti tileinkað sér nýja færni á eigin forsendum, eflt með sér sjálfstraust og sjálfstæði í hlýju og ástríku andrúmslofti. Við deilum með börnunum virðingu okkar fyrir öllu lífi og náttúru sem umliggur okkur, hvetjum börn til að finna fyrir þessari meðfæddu tengingu með því að skapa þögn, (kyrrðarstund) með einfaldri hugleiðslu og einnig með því að eyða tíma úti í náttúrunni.

Við bjóðum upp á heilsdagsáætlun til náms og skemmtunar fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára aldurs, mánudaga til föstudaga frá 8:00-17:00. Við leggjum áherslu á að þroska barnið bæði líkamlega og andlega, efla félagslegan og tilfinningalegan þroska þess, sköpunargáfu, vitsmunþroska og innsæi. Við nýtum öll tækifæri til að gera hverju barni kleift að þroska hæfileika sína til fulls. Reynt verður á sanngjarnan hátt að koma til móts við börn með sérþarfir og aðlaga þau að hópnum.

ANANDA MARGA


Ananda Marga hefur þróað þétt net kröftugra sjálfboðaliða í 160 löndum um heim allan. Samfélagsverkefnið nær til neyðaraðstoðar, skóla, barnaheimila, læknastofa, flóttamannaaðstoðar, sjálfbærra samfélagsþróunarverkefna og annarra skamm- eða langtímaverkefna sem hjálpar fólki að vera sjálfum sér nægt.

Ananda Marga, sem þýðir „Path of bliss“ (leið sælunnar) er einnig andleg hreyfing tileinkuð alls kyns framförum í lífi manneskjunnar, líkamlegu, hugrænu og andlegu. Trúboðsstarfsmenn þess veita félagsþjónustu og eru þjálfaðir í að kenna jóga og hugleiðslu.

Fulltrúi Ananda Marga WWD í Sælukoti er Acharya (Didi). Hlutverk fulltrúans er að innleiða/viðhalda nýhúmanískri starfsemi skólans og þeir koma einnig í kennslustofur og taka þátt í og innleiða kennslu í hugleiðslu, jóga og siðfræði. Skólastjóri leiðir starfsemi skólans og er jafnframt framkvæmdastjóri.

Sælutröðsnefnd er skipuð meðlimum samfélagsins þar á meðal einu foreldri, tveimur starfsmönnum og tveimur félögum Ananda Marga sem hafa þekkingu á lögum, fjármálum,menntun, stjórnun o.s.frv

MORGUN HRINGUR


Morgunhringurinn er daglegur „móttökutími“ okkar. Börn koma saman til að syngja lög og deila fréttum. Á föstudögum ertu hjartanlega velkominn að taka þátt í þessum skemmtilega hluta af dagskrá dagsins.

yoga

HUGLEIÐSLA OG JÓGA

Börn læra grunnatriði hugleiðslu með því að krossleggja fótleggi, setja hendur í skaut sér og loka augunum. Börnin upplifa frið og ró með því að sjá fyrir sér kærleikann og þróa sinn innri heim. Þú munt oft heyra fallegu þula okkar Baba Nam Kevalam sem þýðir„ást er allt í kringum okkur

music

MYNDLIST OG TÓNLIST

Dagskrá okkar eru gerðar enn betri á vikulegum fundum með myndlistar- og tónlistarkennurum skólans

toddler

HVÍLDARTÍMI

Hvíldartími er mikilvægur hluti af deginum. Á morgnana geta börnin verið svo virk og upptekin að hvíld í hádeginu getur skipt sköpum um það hvenig þeim líður síðdegis. Við bjóðum upp á svæði til hvíldar fyrir hvert barn, svo að þau sem kunna að þurfa svefn geti notið hans...UM OKKUR

banner

Leikskólinn Sælukot er verkefni (ERAWS) á fræðslu- og velferð á velferðarsviði kvenna hjá Ananda Marga.

Ananda Marga eru alþjóðleg félagsþjónustustofnun sem stofnuð var á Indlandi árið 1955 af Prabhat Raijan Sarkar (1921-1990). Ananda Marga hefur þróað þétt net kröftugra sjálfboðaliða í 160 löndum um heim allan. Samfélagsverkefnið nær til neyðaraðstoðar,skóla,
barnaheimila,læknastofa, flóttamannaaðstoðar, sjálfbærra samfélagsþróunarverkefna og annarra skamm- eða langtímaverkefna sem hjálpar fólki að vera sjálfum sér nægt.

Ananda Marga, sem þýðir „Path of bliss“ (leið sælunnar) er einnig andleg hreyfing tileinkuð alls kyns framförum í lífi manneskjunnar, líkamlegu, hugrænu og andlegu. Trúboðsstarfsmenn þess veita félagsþjónustu og eru þjálfaðir í að kenna jóga og hugleiðslu. meira

STUNDATAFLA

HUGLEIÐSLA OG JÓGA

Börn læra grunnatriði hugleiðslu með því að krossleggja fótleggi, setja hendur í skaut sér og loka augunum. Börnin upplifa frið og ró með því að sjá fyrir sér kærleikann og þróa sinn innri heim. Þú munt oft heyra fallegu þula okkar Baba Nam Kevalam sem þýðir „ást er allt i kringum okkur“

MYNDLIST OG TÓNLIST

Dagskrár okkar eru gerðar enn betri á vikulegum fundum með myndlistar- og tónlistarkennurum skólans

SÖGUSTUNDIR

Að nota heilun og leikrænar sögur eru góð leið til að kenna börnum aga og hafa áhrif á hegðun þeirra á óbeinan hátt. Töfrandi heimur sagnanna gleypir athygli þeirra og leyfir siðferðislegum gildum að koma sér vel fyrir.