about us
VEIKINDI OG HEILSA BARNA


Til að gæta sanngirni, þá mega veik börn ekki mæta í skólann. Fyrr eða síðar veikjast öll börn, svo vinsamlegast hafið tilbúna viðbragðsáætlun sem þið getið gripið til þegar á þarf að halda.Við biðjum þig vinsamlegst um að gæta þess að hringja í okkur eða senda tölvupóst ef barn þitt verður fjarverandi vegna veikinda.


Sími: 562 8533/844 8275
saelukot@gmail.com / anandakaostubha@gmail.com

OFNÆMI / ASMI

Það er bráðnauðsynlegt að skólinn sé meðvitaður um sérþarfir, ofnæmi eða ef heilsufar er ekki í lagi fyrir innritun. Það þarf að fylla út eyðublöð um ástand barns þíns og aðgerðaáætlanir verða þróaðar í samráði við fjölskylduna og hengdar upp á viðeigandi stað. Öllum starfsmönnum verður gerð grein fyrir ástandinu og aðgerðaráætlun.

LYFJAMEÐFERÐ

Ef barn þitt þarfnast lyfja á meðan það er í skólanum, þá þarftu að fylla daglega út blað varðandi lyfjameðferðina á meðan á henni stendur. Lyf og eyðublað þarf að afhenda kennara til varðveislu á öruggum stað. Af öryggisástæðum má ekki skilja lyf eftir í tösku barnsins

HÖFUÐLÚS

Ef barn þitt þarfnast lyfja á meðan það er í skólanum, þá þarftu að fylla daglega út blað varðandi lyfjameðferðina á meðan á henni stendur. Lyf og eyðublað þarf að afhenda kennara til varðveislu á öruggum stað. Af öryggisástæðum má ekki skilja lyf eftir í tösku barnsins

SMÁSKAMMTALÆKNINGAR

Við höfum yfir að ráða ýmsum smáskammtalækningum (homeopathic remedies) vegna smávægilega daglegra árekstra, meiðsla eða uppnáms. Ef eitthvert ykkar hefur eitthvað á móti því vinsamlegast hafið samband við Didi.

AÐRAR ÞARFIR

Við erum alltaf tilbúintil að vinna með foreldrum við að skipuleggja áætlanir fyrir frekari þarfir. Leikskólinn leitast við að samlaga börn með sérþarfir inn í námið okkar. Í kjölfar viðtals og samveru með foreldri og barni mun forstöðumaður meta þarfir barnsins og hvernig skólinn getur sem best komið til móts við það.

MINNIHÁTTAR MEIÐSL

Kennararnir munu veita skyndihjálparmeðferð og upplýsa foreldra um atvikið.

ALVARLEG SLYS

Ef barn lendir í alvarlegu slysi skal veita fyrstu hjálp á meðan haft er samband við foreldra. Ef ljóst er að meiðslin eru alvarleg verður barnið flutt á sjúkrahús til bráðameðferðar. Öll meiriháttar meiðsl eru skráð á meiðslaskrá og geymd með klemmuspjaldi hverrar kennslustofu.