about us
UMSAGNIR


Hér fyrir neðan má lesa það sem nokkrir foreldrar hafa að segja um Sælukot:

Ég var rosalega ánægð með matinn á Sælukoti og finn það í dag hversu gott start það var út í lífið fyrir börnin mín að borða svona mikið grænmeti og grænmetisfæði þó svo við séum ekki alveg grænmetisætur í lífinu en þó að miklu leiti eins og heima fyrir. Svo sé ég þau sjálf oft gera hugleiðslu og jóga upp á eigin spítur. Þau leita í það sem er alveg frábært út í lífið líka.+ Börnin mín eru t.d skráð grænmetisætur í skólanum sínum í dag.

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi.

Það var vel tekið á móti dóttur minni þegar hún kom fyrst á Sælukot, 18 mánaða gömul og ég trúi að sá grunnur eigi stóran og mikilvægan þátt í þroska hennar. Þökk sé stefnu skólans, Ný-Húmanisma, er ég í dag stolt foreldri jarðtengdrar, agaðrar og sjálfsöruggrar stúlku.

Sonia Wahome, sölustjóri, Radisson Blu, Hótel Saga.

Upplifun okkar af Sælukoti var jákvæð fram yfir nokkuð annað, en sonur okkar naut bæði umhyggju og alúðar starfsfólksins og umhverfisins sem skólinn býður uppá. Í dag er hann vel meðvitaður um áhrif hugleiðslu og jóga og sækir mikið í grænmetisfæði. Okkur finnst það alveg frábært.

Sölvi Blöndal, hagfræðingur, Gamma

Það ríkti mun meiri ró á Sælukoti en öðrum leikskólum sem ég hef reynslu af. Auðvitað voru læti og hlátrasköll en yfir heildina ríkti meiri ró. Hollur og góður matur er eitthvað sem mér fannst mjög spennandi. Mér fannst gott að dætur mínar fengju ekki unnar kjötvörur í leikskólanum þó að við borðum kjöt heima. Jógaiðkun og hugleiðsla ungra barna er tær snilld. Þvílíkt notalegt og róandi. Ég notast oft við hugleiðsluna heima, sérstaklega fyrir svefninn. Það er dásamlegt. Starfsfólk og börn frá fjölmörgum þjóðum sem opnar augu barnanna fyrir ólíkum menningarheimum og fjölbreytileika fólks og hefða. Stuðlar að meiri umburðarlyndi og opnari huga. Stór og flottur garður með leiktækjum. Æðislegur matjurtagarður. Foreldradagurinn þar sem foreldrar koma og vinna saman að endurbótum og viðgerðum er frábærlega skemmtilegur. Gaman að kynnast hinum foreldrum á leikskólanum.

Saga Bragadóttir, íslenskufræðingur

Fyrir mér er leikskólinn Sælukot í sérflokki vegna stefnu hans sem byggir á jógaiðkun og almennri virðingu og ást. Bæði börnin okkar undu sér mjög vel í Sælukoti og ég get mælt með skólanum af heilum hug til þeirra sem hafa áhuga á að ala börnin sín upp við dýpri skilningi á markmiðum lífsins

Matej Hlavacek, grafískur hönnuður

Það er svo góður andi á Sælukoti, það var það fyrsta sem ég tók eftir. Svo er lögð áhersla á að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni og öllum lifandi verum og mér finnst svo frábært að börnin mín hafi kynnst hugleiðslu og jóga frá unga aldri.

Sigrún Pétursdóttir, hönnuður

Það er allt svo rólegt og stresslaust á Sælukoti. Svo er ég bæði mjög ánægð með matinn (vegan) og þá stefnu sem tekin er á umhverfisvernd. Frábært að börnin kynnist hugleiðslu og venjist við hana og svo er ég hrifin af hvað umhverfið er skapandi.

Ylfa Þöll Ólafsdóttir, myndlistar og tónlistarkona